Facebook hópur:
OPUS eigendur á Íslandi | Facebook
Mikilvægar upplýsingar varðandi OPUS vagna á Íslandi og íslenskar aðstæður:
Nú þegar er komin ágætis reynsla á OPUS vagna hér á landi. Hér eru nokkur atriði sem þarf að hafa sérstaklega í huga:
- Tjaldið er EKKI vatnshelt fyrr en það hefur blotnað í fyrsta skiptið: Mælt er með að tjalda vagninum í þurru og bleyta vel í tjaldinu með garðslöngu. Eftir góðan “þvott” er efnið búið að taka sig og ætti að vera fullkomlega vatnshelt.
- Vagninn er framþungur og nefhjólið þolir illa að það sé verið að færa hann mikið til eftir að vagninn er tekinn af dráttarkúlu.
- Skrúfið stuðningsfæturna niður áður en þið opnið lokin og pumpið upp tjaldið.
- Akstur utan malbiks: OPUS vagnarnir eru á mjög stæðilegri, sjálfstæðri fjöðrun og því afar ljúft að draga þá yfir íslenska fjallavegi og þvottabretti. Það verður þó að hafa í huga að slíkur akstur hefur alltaf í för með sér mikinn hristing og víbring og það eru nokkur atriði sem þarf sérstaklega að passa vel upp á:
- Í vagninum er gaslögn inn á Truma miðstöðina. Vagninum fylgir einnig gas- og co2 nemi sem mun láta vel í sér heyra ef hann nemur einhvern gasleka. Truma miðstöðin sjálf mun líka gefa villuboð ef gasþrýstingur er undir mörkum eða ekkert gas kemur inn á miðstöðina. Þetta á almennt við um alla ferðavagna en þar sem OPUS fer á fjallvegi þá er gott að hafa þetta í huga.
- Í vagninum eru vatnslagnir. Vatnsdælan er sjálfvirk og fer í gang þegar þrýstingur fellur (þeas. opnað er frá krana í vaski eða sturtu). Munið að hafa alltaf slökkt á vatnsdælunni í akstri (rofi merktur Pump í stjórnborði). Góð regla er að hafa bara kveikt á vatnsdælu þegar maður er að nota vatnið.
- Óskorðaðir eða lausir hlutir í skúffum geta kastast til. Gangið vel frá öllum munum.
- Það fylgja frauðplastpakkningar með helluborðinu. Haldið því til haga. Best er að ganga frá helluborðinu með því að setja plastið ofan á brennarana, leggja þykkt handklæði yfir allar hellurnar, setja svo hellujárnin ofan á handklæðið og svo halla lokinu yfir. Þetta kemur í veg fyrir að hellujárnin rispi frá sér og aðrir lausir hlutir fara af stað.
- Farið yfir þéttilista á bæði topploki og hliðarhurðum. Vagnarnir þola vel ryk, vatn og drullu á meðan þéttilistarnir eru í standi á sínum stað.
- OPUS vagnarnir þola akstur yfir ár.
- Vatnskerfi: OPUS OP4 er með tvo 70 lítra vatnstanka. Það er nauðsynlegt og þykir mikill lúxus víða í Ástralíu en á Íslandi er yfirleitt stutt í ferkst vatn. Það eru nokkur atriði sem mætti hafa í huga varðandi vatnskerfið:
- Með Truma miðstöðinni fylgir öryggisloki sem tappar vatninu af kerfinu ef hitastig fer undir visst mark. Það virðist sem það gerist við 4 gráður yfir frostmarki. Því miður þá eru 4 gráður bara hefðbundið hitastig á sumrin á hálendinu og víðar og því hefur þessi öryggisloki verið að opna sig í tíma og ótíma hjá fólki. Sumir hafa hreinlega tekið hann úr sambandi eða fjarlægt hann með öllu. Kynnið ykkur leiðbeiningar með miðstöðinni (Öryggis-/afrennslisloki).
- OP4 vagninn er framþungur. Ef 70 lítrar er nóg í ferðalagið fyllið þá aftari tankinn og hafið fremri tankinn tóman. Lokið fyrir fremri tankinn með kúluloka sem er staðsettur undir vagninum með því að láta handfangið snúa aftur (þeas. í átt að aftari tankinum).
- Dráttarþyngd: OPUS vagninn er í þyngri kantinum (OP4 er 1370 kg og þyngd á tengibúnað 160 kg). Dæmigerð uppgefin þyngd á losanlegan krók á fólksbílum er 80 kg en prófílbeisli fest á grind eru oft gefin upp fyrir 350 kg og upp. Kannið hver staðan er á ykkar bíl.
Áður en lagt er af stað:
Það þarf að huga að mörgu áður en lagt er af stað en hér eru nokkur atriði sem mega alls ekki klikka ;)
- Skrúfið fyrir alla gaskúta.
- Hafið slökkt á vatnsdælu.
Áður en farið er að sofa:
- Hægt er að hafa Truma miðstöðina í gangi yfir nótt. Hún er með hitanema og sér um að halda tilteknu hitastigi. Ef þið kjósið slíkt gangið þá úr skugga um að gas- og co2 skynjarinn sé í lagi.